Samantekt um þingmál

Skattar og gjöld

667. mál á 145. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að breyta nokkrum ákvæðum um skatta og gjöld.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að almennt tryggingagjald verði lækkað um 0,5 prósentustig frá 1. júlí 2016 og fallið verði frá þeim áformum að heimila hjónum og sambýlisfólki samsköttun milli tveggja skattþrepa frá 1. janúar 2017. Þá verður vefverslun Fríhafnarinnar lögð niður og henni einungis heimilt að selja komufarþegum vörur. 

Breytingar á lögum og tengd mál

Helstu breytingarnar verða á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990 (2. gr.), og tollalögum, nr. 88/2005 (6. gr.).

Kostnaður og tekjur

Lækkun tryggingagjalds lækkar tekjur ríkissjóðs um 3,1 milljarð á þessu ári og 6,8 milljarða á árinu 2017. Afnám heimildar til samsköttunar mun auka tekjur ríkissjóðs árið 2018 um 3 milljarða frá því sem áður hafði verið áætlað.

Afgreiðsla

Samþykkt með þeirri meginbreytingu að samsköttun hjóna og sambýlisfólks milli skattþrepa verður áfram heimil.

Aðrar upplýsingar

Vefverslun Fríhafnarinnar.


Síðast breytt 09.06.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.